0

Max Holloway mætir Brian Ortega og Francis Ngannou fær Derrick Lewis á UFC 226

UFC 226 er hægt og rólega að taka á sig mynd. Það stefnir í að Max Holloway mæti Brian Ortega í júlí og þá mun Francis Ngannou snúa aftur.

Lengi hefur verið vitað að þungavigtarbardagi Stipe Miocic og Daniel Cormier verði aðalbardaginn á UFC 226 þann 7. júlí. Bardagakvöldið markar endalok Internatioanal Fight Week hjá UFC og leggur UFC upp með að setja saman stórt bardagakvöld fyrir aðdáendur.

Það stefnir í það miðað við nýjustu fregnir. Samkvæmt Dana White mun fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway mæta Brian Ortega á kvöldinu. Holloway átti auðvitað að mæta Khabib Nurmagomedov í léttvigt á UFC 223 á dögunum en náði ekki létta sig nógu mikið. Það verður því áhugavert að sjá hann aftur í sínum flokki en Ortega hefur farið hamförum að undanförnu í fjaðurvigtinni.

Þá herma fregnir að Francis Ngannou og Derrick Lewis munu leiða saman hesta sína á kvöldinu. Ngannou hefur ekkert barist síðan hann tapaði fyrir Stipe Miocic í janúar. Lewis hefur sóst mikið eftir því að fá að berjast við Ngannou og er þetta mikilvægur bardagi í þungavigtinni.

Það er alltaf stutt í grínið hjá Lewis en hann póstaði þessu í gær.

??

A post shared by Derrick Lewis (@thebeastufc) on

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.