0

Max Holloway mætir Frankie Edgar á UFC 222

Bardaginn sem frestaðist á síðasta ári er kominn með nýja dagsetningu. Max Holloway mætir Frankie Edgar á UFC 222 þann 3. mars í Las Vegas.

Max Holloway ætlar greinilega að vera duglegur að verja beltið sitt. Holloway sigraði Jose Aldo öðru sinni nú í desember og er strax kominn með næsta bardaga. Upphaflega átti Holloway að mæta Frankie Edgar í desember en Edgar gat ekki barist vegna meiðsla.

Nú hefur Edgar náð sér af meiðslunum og er tilbúinn í sinn þriðja titilbardaga í fjaðurvigtinni. Fyrstu tveir titilbardagar hans voru gegn Jose Aldo og tapaði Edgar í báðum tilraunum sínum.

 

Þetta er þriðji bardaginn sem staðfestur er á UFC 222. Eftirtaldir bardagar hafa verið staðfestir á bardagakvöldið:

Titilbardagi í fjaðurvigt: Max Holloway gegn Frankie Edgar
Millivigt: Hector Lombard gegn C.B. Dollaway
Þungavigt: Stefan Struve gegn Andrei Arlovski

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.