0

Max Holloway sagður meiddur – ólíklegt að hann berjist á UFC 222

Heimildir herma að Max Holloway sé meiddur og muni ekki geta varið titilinn sinn á UFC 222 í mars. Bardaganum gegn Frankie Edgar verður því líklegast frestað aftur.

UFC hefur ekki greint frá meiðslunum en talið er að staðfesting frá UFC komi fljótlega. Það er Brett Okomoto hjá ESPN sem greinir frá þessu en hann segir að UFC sé að kanna möguleika sína varðandi aðalbardaga kvöldsins. UFC 222 á að fara fram þann 3. mars í Las Vegas.

Upphaflega áttu þeir Edgar og Holloway að mætast á UFC 218 í desember en skömmu fyrir bardagann meiddist Edgar. Í hans stað kom Jose Aldo sem Holloway sigraði með tæknilegu rothöggi í 3. lotu.

Þetta er í fyrsta sinn sem Holloway hefur þurft að draga sig úr bardaga vegna meiðsla í UFC. Þetta er mikil blóðtaka fyrir enda bardagakvöldið ekki beint hlaðið stjörnum.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply