Saturday, May 18, 2024
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Machida vs. Anders

Úrslit UFC Fight Night: Machida vs. Anders

UFC var með lítið bardagakvöld í Belem í Brasilíu í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Lyoto Machida og Eryk Anders.

Lyoto Machida hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið. Hann komst þó aftur á sigurbraut í nótt eftir þrjú töp í röð með sigri á Eryk Anders eftir klofna dómaraákvörðun. Bardaginn var jafn og hefði sigurinn getað dottið beggja megin en þetta var fyrsta tap Anders á ferlinum. Hér má sjá öll önnur úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Millivigt: Lyoto Machida sigraði Eryk Anders eftir klofna dómaraákvörðun (48-47, 47-48, 49-46).
Fluguvigt kvenna: Valentina Shevchenko sigraði Priscila Cachoeira með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 4:25 í 2. lotu.
Hentivigt (161 pund): Michel Prazeres sigraði Desmond Green eftir dómaraákvörðun.
Þungavigt: Timothy Johnson sigraði Marcelo Golm eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Douglas Silva de Andrade sigraði Marlon Vera eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Thiago Santos sigraði Anthony Smith með tæknilegu rothöggi eftir 1:03 í 2. lotu.

Fox Sports 2 upphitunarbardagar:

Veltivigt: Sérgio Moraes sigraði Tim Means eftir klofna dómaraákvörðun (28-29, 29-28, 29-28).
Léttvigt: Alan Patrick sigraði Damir Hadžović eftir dómaraákvörðun.
Strávigt kvenna: Polyana Viana sigraði Maia Stevenson með uppgjafartaki eftir 3:50 í 1. lotu.
Bantamvigt: Iuri Alcântara sigraði Joe Soto með tæknilegu rothöggi eftir 1:06 í 1. lotu.

UFC Fight Pass upphitunarbardagi:

Fluguvigt: Deiveson Figueiredo sigraði Joseph Morales með tæknilegu rothöggi eftir 4:34 í 2. lotu.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular