Wednesday, June 26, 2024
spot_img
HomeErlentMcgregor og Chandler aflýst - Pereira bjargar deginum!

Mcgregor og Chandler aflýst – Pereira bjargar deginum!

Viðureignin milli Mcgregor og Chandler hefur verið á dagskrá hjá UFC í síðan 31 sería af The Ultimate Fighter kláraðist. Bardaginn er líklega sá allra tæpasti í lifandi minni og hefur verið mikil óvissa í kringum hann frá fyrsta degi. Hann hefur farið frá því að vera kannski staðfestur, mögulega staðfestur, staðfestur, frestað, líklega aflýsti, og svo að lokum aflýst. Aðdáendur bíða núna spenntir eftir að vita hvort að bardaganum hafi í raun bara verið aflýst eða frestað.

Viðureigninni var formlega frestað tveimur vikum áður en hún átti að fara fram. Þetta hefði verið fyrsti bardaginn hans Conor eftir að hann fótbrotnaði gegn Dustin Poirier í júlí 2021. Conor, eins og flestir vita, hefur þó ekki dafnað í vinsældum eða gleymst á þessum tíma.

Conor þreytti frumraun sína í kvikmyndaiðnaðinum með hlutverki sínu í Roadhouse, endurgerð sem engin bað um en var geggjuð skemmtun engu að síður. Talið er að Conor hafi þénað 18.5 milljón dollara fyrir hlutverk sitt í myndinni ásamt því að fá áframhaldandi tekjur eftir að myndin kom út. Conor varð þar með hæst launaðasta frumraun í kvikmyndabransanum frá upphafi og tekur fram úr Dwayne “The Rock” Johnson sem átti þetta met áður. 

En Conor hefur einnig haldið sér í umræðunni fyrir mikið partystand, “óstaðfesta” steranotkun og “óstaðfesta” neyslu á vímuefnum og svo framvegis. Það vakti mikla athygli hvað Conor hefur breyst mikið í útliti eftir bardagann sinn gegn Poirier og fjöldinn allur af myndböndum af Conor í annarlegu ástandi hafa ráfað um netið. Myndband af Conor gékk um á X nokkrum vikum fyrir bardagann. Hann virðist bæði vera að æfa og djamma hart.  

Eftir að hnefaleikaundrið Ryan Garcia sannfærði heiminn um að hann væri gjörsamlega búinn að missa vitið rétt fyrir viðureignina sína gegn Devin Haney og sigraði svo bardagann, vildu bjartsýnustu stuðningsmenn Conor halda því fram að hann væri að leika sama leik og að Conor væri að spila mindgames.

Mcgregor og Chandler áttu að mætast á blaðamannafundi 3. Júní í Dublin. Blaðamannafundinum var svo frestað fáeinum klukkustundum áður en fundurinn átti að hefjast. Þetta hefði verið upplagt tækifæri til að hnýta saman tvær kynslóðir írskra bardagamanna þar sem að Conor og Ian Garry hefðu báðir verið á staðnum og svo barist saman á UFC 303. Engin sérstök ástæða var gefin út fyrir því að aflýsa blaðamannafundinum en Conor gaf út stutta tilkynningu á X. 

“In consultation with the UFC, today’s press conference was cancelled due to a series of obstacles outside of our control, I apologize to my Irish fans, and fans around the world, for the inconvenience and appreciate all your passion and support. I can’t wait to put on the greatest all-time show in the Octagon.

– Conor á X

Aðdáendur fóru strax að fylla inn í eyðurnar og geta sér til um hvað hefði mögulega komið upp á. En augljóst var að vandamálið lá Conor meginn. Conor hélt þó áfram að pósta myndum á X og deila sparr myndböndum sem hélt uppi von í hjarta aðdáenda um að hann myndi mæta í búrið. Dana White tjáði sig ekkert um málið. 

Conor deildi gömlu myndbandi á X sem gaf til kynna að hann væri meiddur. Hann tók færsluna svo út aftur. Myndbandið má sjá hér:

https://video.twimg.com/amplify_video/1801060619744858112/vid/avc1/720×822/GyUmwUwU99NeoqmT.mp4?tag=16

UFC 303 var nú þegar orðið arðbærasta UFC kvöld sögunnar. Dana White var búinn að gefa út að viðburðurinn væri búinn að þéna 20 milljónir dollara á miðasölunni og var meðalverð á miðum í endursölu i kringum 4.000 $ eða 560.000 ISK.

Dana White staðfestir að Conor sé meiddur og Pereira bjargar deginum. 

Það er spurning hvort að bardaganum hafi verið gjörsamlega aflýst eða hvort að honum hafi verið frestað. Jákvæðustu raddirnar segja að bardaganum hafi verið frestað og vænlegast væri að hafa hann á UFC 306 þegar UFC verður haldið inn í The Sphere í Las Vegas. 

Alex Pereira virðist alltaf vera tilbúinn að halda uppí stemningunni í þessari stofnun. Alex Pereira fór létt með Jamal Hill í apríl, sama kvöld og Jiří Procházka sigraði Aleksandar Rakić sannfærandi. Alex gegn Jiří er núna aðalbardagi UFC 303!

Þessi viðureign er ekki með sömu stjörnukrafta og fyrri viðureignin, en þetta er fullkomin bardagi fyrir léttþungavigtina og eitthvað sem að óhorfendur vilja sjá aftur. Þetta er auðvitað endurleikur, en Alex Pereira fór með sigur af hólmi í fyrri viðureigninni og kláraði Jiří með vinstri krók og ground n pound í annarri lotu.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular