spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMeira um lyfjapróf Anderson Silva og Nick Diaz

Meira um lyfjapróf Anderson Silva og Nick Diaz

Silva-and-DiazÞað eru ýmsar spurningar sem vakna í kringum lyfjapróf Anderson Silva og Nick Diaz. Bardagamennirnir fóru í þrjú próf og lítur íþróttasamband Nevada ansi illa út þessa dagana.

Anderson Silva og Nick Diaz fóru í þrjú lyfjapróf í tengslum við bardaga þeirra á UFC 183. Fyrsta prófið var framkvæmt þann 9. janúar og liggja niðurstöðurnar fyrir. Þar fundust sterar í lyfjaprófi Anderson en lyfjapróf Nick Diaz kom hreint út. Annað prófið var framkvæmt þann 19. janúar og er enn beðið eftir niðurstöðunum úr því prófi. Þriðja og síðasta prófið var framkvæmt eftir bardagann og gáfu báðir bardagamenn þvagsýni. Sýni Anderson Silva kom hreint út á meðan marijúana fannst í sýni Diaz.

Ætla mætti að lyfjaprófin sem fara fram fyrir bardagann eigi að koma í veg fyrir að íþróttamenn komist upp með að keppa eftir að hafa neytt ólöglegra lyfja. Svo virðist ekki vera í þessu máli enda komu niðurstöður prófsins fyrst í ljós í gær, þriðjudaginn 3. febrúar, þremur dögum eftir bardagann. Samkvæmt íþróttasambandi Nevada, NAC, hefði verið komið í veg fyrir að Anderson Silva fengi að berjast ef þeir hefðu vitað niðurstöður lyfjaprófsins. Það er svo annað mál hvers vegna það tók svo langan tíma að fá niðurstöðu prófsins.

Dr. Johnny Benjamin er virtur læknir í Bandaríkjunum og hann hafði þetta að segja um málið á Twitter.

SAC = Sports Athletic Commission

NAC hafa auðvitað hagsmuna að gæta. NAC græðir á því ef UFC heldur stór bardagakvöld í Nevada fylki og kannski ekki mikil hvatning fyrir sambandið til að birta niðurstöður lyfjaprófa fyrir bardagana. Allt eru þetta þó vangaveltur og kannski ótímabært að setja upp samsærishattinn.

Þetta lítur þó ekki vel út fyrir NAC en aðeins mánuður er síðan lyfjapróf Jon Jones komst í fréttirnar þremur dögum eftir bardaga hans og Daniel Cormier. Sú staða var þó öðruvísi þar sem prófað var fyrir kókaín vegna mistaka.

NAC er þó meðvitað um vandann og ætlar að gera betur. Bob Bennett, yfirmaður NAC, segir það óheppilegt að niðurstöður lyfjaprófanna komi svo seint en tíminn mun leiða það í ljós hvort bæting verði á.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular