0

Michael Chiesa kærir Conor fyrir rútuárásina

Michael Chiesa með skurðinn.

UFC bardagamaðurinn Michael Chiesa hefur kært Conor McGregor fyrir rútúárásina í apríl. Chiesa fékk skurð á ennið í árásinni og gat ekki barist tveimur dögum síðar eins og til stóð.

Michael Chiesa átti að mæta Anthony Pettis á UFC 223 í apríl. Tveimur dögum fyrir bardagakvöldið réðst Conor McGregor á rútuna sem innihélt Khabib Nurmagomedov. Conor kastaði trillu í gegnum rúðu rútunnar og rigndi glerbrotum yfir Chiesa. Chiesa fékk skurð á ennið og mátti ekki keppa gegn Anthony Pettis.

Conor McGregor viðurkenndi brot sín í ágúst og slapp við fangelsisdóm. Chiesa hefur nú höfðað einkamál á hendur Conor og Barclays Center höllinni þar sem atburðarrásin fór fram. Chiesa vill fá bætur fyrir „árás, líkamsárás og hafa vísvitandi valdið honum tilfinningalegu álagi,“ segir í kærunni. Árásin hafi valdið honum „alvarlegu tilfinningalegu uppnámi og andlegum og líkamlegum áverkum.“

Chiesa er einnig að höfða mál gegn Barclays Center fyrir vanrækslu í öryggisstörfum. Chiesa vill fá bætur fyrir tekjumissi en ekki er vitað hve miklar bætur hann vill fá en frá þessu greinir MMA Nytt.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.