spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMickey Rourke átti umdeildan sigur um helgina

Mickey Rourke átti umdeildan sigur um helgina

Mickey Rourke

Leikarinn Mickey Rourke sigraði Elliot Seymour í hnefaleikabardaga í Rússlandi um síðustu helgi. Samkvæmt breska æsifréttamiðlinum Daily Mail var Seymour greitt fyrir að tapa fyrir Rourke en Seymour þverneitar því.

Það kom mörgum á óvart að Rourke, sem er þekktastur fyrir leik í Hollywood-kvikmyndum og hefur ekki boxað síðan á 10. áratug, skyldi taka bardaga nú þegar hann er orðinn 62 ára gamall. Rourke sigraði Seymour þó í annarri lotu eftir slakan bardaga. Bardaginn var flokkaður sem æfingabardagi, svo hann var ekki skráður á bardagaferil Rourke (6-0-2) né Seymour (1-9). Upptaka af endalokum bardagans gefur þá mynd að bardaginn hafi verið afar óraunverulegur:

https://www.youtube.com/watch?v=QyfGGxFXRCk

Daily Mail segir Seymour vera „svo gott sem heimilislausan“, hann æfi í sama bardagaklúbbi og Rourke og hafi verið fluttur til Rússlands sérstaklega til að tapa þessum bardaga. Heimildamaður Daily Mail, sem segist nákominn Seymour, segir að hann „væri hissa ef [fólkið í kringum Rourke] vissi ekki eitthvað um ástandið hjá Seymour, en þeir hafa ákveðið að setja hann í hringinn“. Heimildamaðurinn segir að Seymour glími við geðræn vandamál og fari líklega aftur á götuna þegar hann snýr heim. Hann segir að Seymour hafi átt að gefast upp í 4. lotu.

Í samtali við TMZ á mánudag neitaði Seymour því að bardaginn væri falsaður og sagði að hann hefði bara haft mánuð til að æfa. Hann staðfesti að hann væri í fjárhagsvanda og hefði búið á götunni upp á síðkastið en segir að sér hafi verið greitt til að berjast, ekki tapa. Hann birti einnig mynd á Facebook-síðu sinni af launum sínum.

TMZ segir þetta vera um 3000 dollarar.
TMZ segir þetta vera um 3000 dollarar.
spot_img
spot_img
Oddur Freyr Þorsteinsson
Oddur Freyr Þorsteinsson
Greinahöfundur á MMAFréttir.is
RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular