spot_img
Sunday, November 24, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMiðasala á UFC London hefst í vikunni

Miðasala á UFC London hefst í vikunni

Miðasala á fyrsta UFC bardagakvöldið í London í þrjú ár hefst í vikunni. Forsala hefst á miðvikudaginn en almenn miðasala á föstudaginn.

Gunnar Nelson mætir Claudio Silva á UFC bardagakvöldinu í London þann 19. mars. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars síðan í september 2019.

Bardagakvöldið fer fram í O2 Arena í London en UFC hefur árlega heimsótt London ef undanskilin eru 2020 og 2021 vegna kórónuveirunnar. Síðast þegar UFC hélt bardagakvöld í London barðist Gunnar Nelson við Leon Edwards í sömu höll.

Það verður því mikil eftirspurn eftir miðum á kvöldið en þetta verður jafnframt fyrsta heimsókn UFC til Evrópu síðan UFC hélt bardagakvöld í Moskvu í nóvember 2019. Bardagakvöldið er nú þegar hlaðið af vinsælum bardagamönnum frá Evrópu á borð við Paddy Pimblett, Tom Aspinall, Arnold Allen og auðvitað Gunnar Nelson.

Miðasala hefst í vikunni og eru tvennar forsölur áður en almenn miðasala hefst:

2. febrúar: UFC Fight Club forsala

Fyrsti séns að ná sér í miða er í gegnum UFC Fight Club forsöluna á miðvikudaginn. Forsalan hefst kl. 9:00 á íslenskum tíma. Aðild að klúbbnum kostar 85 dollara (10.900 ISK) á ári og er forsalan í sólarhring. Auk þess fá meðlimir klúbbsins bol, bréf frá Dana White og aðgang að spjallborði. Hver meðlimur getur að hámarki keypt 6 miða og er eitthvað takmark af miðum í boði svo það verði ekki allt uppselt þegar almenna miðasalan hefst.

3. febrúar: UFC newsletter forsala

Þessi forsala kostar ekkert og hefst kl. 10:00 á fimmtudaginn. Hægt er að gerast áskrifandi af fréttabréfi UFC hér og fá áskrifendur kóða til að nota í forsöluna í sólarhring. Líkt og í Fight Club forsölunni er eitthvað takmark af miðum í boði svo það verði ekki allt uppselt þegar almenna miðasalan hefst og er aðeins hægt að kaupa að hámarki 6 miða í einu.

4. febrúar: Almenn miðala

Almenn miðasala hefst föstudaginn 4. febrúar kl. 10:00 á íslenskum tíma. Á síðustu árum hefur verið uppselt aðeins 30 mínútum eftir að almenna miðasalan hefst og má búast við svipuðum æsingi í ár. Það þarf því að hafa hraðar hendur til að næla sér í miða.

Miðaverð á viðburðinn hefur ekki verið opinberað en ódýrustu miðarnir verða sennilega í kringum 50 pund.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular