Miðvikudagsgetraunin er fastur liður hér á MMA fréttum. Verðlaunin eru ekki af verri endanum, en sigurvegarinn fær máltíð að eigin vali fyrir tvo á Lebowski bar! Á Lebowski bar færðu frábæra hamborgara og sjeika! Getraunin er einföld, borin er upp spurning hér á síðunni á ýmsum formum og ef lesendur vita svarið senda þeir rétt svar á ritstjorn@mmafrettir.is. Dregið er svo úr réttum svörum. Til að vinna þurfa lesendur að vera með rétt svar og vera búinn að “like-a” Facebook síðu okkar. Vinsamlegast getið fulls nafns í póstinum. Svarfrestur rennur út á miðnætti í kvöld.
Spurt er um UFC bardagamann, hann er 29 ára og er með gráðu í tölvunarfræði. Hann vann sem netstjóri (e. network admin) áður en hann gerðist atvinnumaður í íþróttinni? Hann er einn af mest skemmtilegustu bardagamönnum heims og er mikill tölvuleikjaspilari. Hver er maðurinn?
- Tappvarpið #141: Frábær sigur Gunnars og UFC 286 uppgjör - March 22, 2023
- Gunnar með flest uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar - March 19, 2023
- Gunnar Nelson með sigur í 1. lotu - March 18, 2023