spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMikilvæg stund fyrir Gunnar í kvöld

Mikilvæg stund fyrir Gunnar í kvöld

Gunnar Nelson mætir Leon Edwards í kvöld í gríðarlega mikilvægum bardaga. Báðir vilja komast hærra og mögulega í titilbardaga en aðeins annar tekur skrefið í kvöld.

Gunnar Nelson er orðinn þrítugur og berst sinn 12. bardaga í UFC í kvöld. Gunnar kom inn í UFC með ágætis hæp sem ósigraður Íslendingur með svart belti undir Renzo Gracie. Gunnar hefur auðvitað staðið sig frábærlega í UFC en ekki komist nálægt titilbardaga eins og einhverju hefðu spáð fyrir. Þetta hefur ekki alveg gengið hjá okkar manni en núna þarf allt að falla með Gunnari. Það er mikið undir fyrir Gunnar í kvöld. Sigur myndi opna nýjar dyr fyrir Gunnar en tapi hann í kvöld tekur hann aftur nokkur skref til baka.

Gunnar hefur áður verið í álika stöðu en ekki náð þeirri sigurgöngu í gang sem þarf til að fá titilbardaga. Sigur gegn Leon Edwards væri hans stærsti á ferlinum enda Edwards í 10. sæti á styrkleikalistanum. Gunnar hefur unnið þrjá af síðustu fjórum bardögum sínum og væri kominn í góða stöðu með sigri. Þar með væri Gunnar kominn á topp 10 í veltivigtinni og væri næsti bardagi sennilega enn stærri.

Tap myndi setja Gunnar aftur um nokkur skref til baka eins og áður hefur gerst. Það myndi því taka enn lengri tíma fyrir Gunnar að komast í einhverja titilbaráttu. Þrítugur Gunnar verður að taka sigurgönguna áfram í kvöld! Núna eigum við að vera að sjá bestu ár Gunnars í búrinu.

Ég hef fulla trú á Gunnari en veit að Edwards er hörku andstæðingur. Edwards getur vel unnið þennan bardaga og verður þetta eflaust mjög jafnt. Skoðun erlendra fjölmiðla skiptist nokkurn veginn 50/50 jafnt á hvor muni vinna bardagann sem segir mikið um hve jafn bardagi þetta er á pappírum.

Sigur væri mikilvægasti sigur Gunnars á ferlinum hingað til og verður hann að eiga sína allra bestu frammistöðu í kvöld til að sigra Leon Edwards.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular