spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMirko 'Cro Cop' aftur í UFC

Mirko ‘Cro Cop’ aftur í UFC

Aggressive-Mirko-Cro-CopGoðsögnin Mirko Cro Cop er kominn aftur í UFC. Cro Cop var látinn fara úr UFC eftir þrjú töp í röð en fær nú annað tækifæri. Á maður á fimmtugsaldri heima í búrinu?

Mirko ‘Cro Cop’ Filipovic gerði garðinn frægan í Pride á sínum tíma og var ein skærasta stjarna íþróttarinnar. Eftir að Pride hætti störfum hélt Cro Cop til UFC þar sem miklu var búist af honum. Það er óhætt að segja að ferill Cro Cop í UFC hafi verið gífurleg vonbrigði en hann sigraði fjóra bardaga og tapaði sex og var aldrei nálægt titilbardaga líkt og búist var við.

Sögusagnir gengu um að Bellator ætlaði að semja við Cro Cop. UFC var ekki lengi að koma í veg fyrir það með því að semja við Cro Cop sjálfir. Þetta verður að teljast vera með þeim óvæntustu fréttum þessa árs en Cro Cop er fertugur og hefur sigrað þrjá af fjórum af sínum síðustu bardögum. Honum hefur einnig vegnað vel í sparkboxinu á undanförnum árum og sigraði til að mynda K-1 Grand Prix 2012 (keppnin fór samt fram 2013).

Allt þetta kom eftir „lokabardaga“ hans gegn gömlu goðsögninni Ray Sefo. 10. mars 2012 mættust þeir Cro Cop og Ray Sefo og var viðburðurinn titlaður sem „Cro Cop Final Fight“. Þetta reyndist ekki síðasti bardagi Cro Cop enda hefur hann barist 11 bardaga í MMA eða sparkboxi síðan þá.

Cop barðist seinast fyrir UFC árið 2011 en eftir þrjú töp í röð var ævintýri hans þar lokið og í raun héldu allir að því væri lokið fyrir fullt og allt. Það er öllum ljóst að Cro Cop er aldrei að fara að komast langt í þungavigtinni núna en mun vonandi fá skemmtilega bardaga gegn öðrum gömlum kempum.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular