Hvorki UFC né Bellator er með bardagakvöld um helgina en það var samt nóg um að vera víðs vegar í MMA heiminum í gær. Invicta, LFA og önnur minni bardagasamtök voru með bardagakvöld í gær þar sem sjá mátti áhugaverð tilþrif.
John Gotti III er barnabarn mafíósans alræmda John Gotti. Nokkrar kvikmyndir hafa verið gerðar um Gotti og kemur m.a. ný mynd út nú í maí þar sem John Travolta leikur mafíósann.
Gotti mætti Eddie Haws í gær á CES MMA bardagakvöldinu í New York. Það tók Gotti aðeins 32 sekúndur að klára Haws.
John Gotti III KOs Eddie Haws in about 30 seconds ?? pic.twitter.com/Kj2uiMj3O4
— Jolassanda (@Jolassanda) May 5, 2018
Gotti er núna 2-0 sem atvinnumaður í MMA en þar áður var hann 5-1 sem áhugamaður. Gotti var í áhugaverðu viðtali ásamt föður sínum í vikunni.
Invicta FC 29 fór fram í gær í Kansas. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þær Sarah Kaufman og Katharina Lehner. Kaufman kláraði Lehner með hengingu í 3. lotu og er nýr bantamvigtarmeistari Invicta. Kaufman hefur nú unnið þrjá bardaga í röð síðan hún var látin fara frá UFC.
LFA 39 fór fram í gær en þar mættust þeir Brandon Royval og Jerome Rivera í fluguvigt. Því miður fór bardaginn ekki eins og vonir stóðu til en Rivera virtist detta úr olnbogalið í miðjum bardaganum. Dómarinn sá ekki atvikið nógu fljótt og fékk Rivera nokkur högg í sig áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Varúð, ekki fyrir viðkvæma..
Well this just happened at #LFA39… ?? @LFAfighting @brandonroyval pic.twitter.com/7QgERTvczT
— AXS TV Fights (@AXSTVFights) May 5, 2018
Í Kanada fór svo TKO 43 bardagakvöldið fram í Quebec. Kanadamaðurinn Adam Dyczka rotaði þá Icho Larenas sem féll óvenjulega niður. Með sigrinum er Dyczka 8-0 sem atvinnumaður, allt sigrar eftir rothögg.
Adam Dyczka wipes out Icho Larenas in the first, planting the UFC vet on his face for his seventh consecutive TKO win. Watch out for the undefeated “Kung Fu Panda!” #TKO43 pic.twitter.com/9MschYqJQr
— Kyle Johnson (@Maldobabo) May 5, 2018