spot_img
Tuesday, October 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMMA heimshornið: Barnabarn John Gotti með sigur og nýr meistari í Invicta

MMA heimshornið: Barnabarn John Gotti með sigur og nýr meistari í Invicta

Hvorki UFC né Bellator er með bardagakvöld um helgina en það var samt nóg um að vera víðs vegar í MMA heiminum í gær. Invicta, LFA og önnur minni bardagasamtök voru með bardagakvöld í gær þar sem sjá mátti áhugaverð tilþrif.

John Gotti III er barnabarn mafíósans alræmda John Gotti. Nokkrar kvikmyndir hafa verið gerðar um Gotti og kemur m.a. ný mynd út nú í maí þar sem John Travolta leikur mafíósann.

Gotti mætti Eddie Haws í gær á CES MMA bardagakvöldinu í New York. Það tók Gotti aðeins 32 sekúndur að klára Haws.

Gotti er núna 2-0 sem atvinnumaður í MMA en þar áður var hann 5-1 sem áhugamaður. Gotti var í áhugaverðu viðtali ásamt föður sínum í vikunni.

Invicta FC 29 fór fram í gær í Kansas. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þær Sarah Kaufman og Katharina Lehner. Kaufman kláraði Lehner með hengingu í 3. lotu og er nýr bantamvigtarmeistari Invicta. Kaufman hefur nú unnið þrjá bardaga í röð síðan hún var látin fara frá UFC.

LFA 39 fór fram í gær en þar mættust þeir Brandon Royval og Jerome Rivera í fluguvigt. Því miður fór bardaginn ekki eins og vonir stóðu til en Rivera virtist detta úr olnbogalið í miðjum bardaganum. Dómarinn sá ekki atvikið nógu fljótt og fékk Rivera nokkur högg í sig áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Varúð, ekki fyrir viðkvæma..

Í Kanada fór svo TKO 43 bardagakvöldið fram í Quebec. Kanadamaðurinn Adam Dyczka rotaði þá Icho Larenas sem féll óvenjulega niður. Með sigrinum er Dyczka 8-0 sem atvinnumaður, allt sigrar eftir rothögg.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular