spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMMA molar - Marcin Held, Kelvin Gastelum gegn Jorge Masvidal og fleira

MMA molar – Marcin Held, Kelvin Gastelum gegn Jorge Masvidal og fleira

marcin held
Marcin Held

Það er svo sem ekki mikið um stórar fréttir í MMA heiminum þessa dagana en þó alltaf eitthvað að gerast. UFC samdi við pólskan bardagamann og Ben Henderson er kominn með sinn annan titilbardaga í Bellator.

Marcin Held semur við UFC: Hinn pólski Marcin Held samdi við UFC fyrr í vikunni. Held barðist 14 bardaga í Bellator og tapaði gegn Will Brooks um léttvigtartitilinn í fyrra. Held er bara 24 ára gamall en engu að síður búinn með 26 bardaga. Hann er svart belti í brasilísku jiu-jitsu og hefur klárað 12 bardaga með uppgjafartökum. Held mun mæta Diego Sanchez á TUF Latin America 3 Finale þann 5. nóvember.

Gastelum kominn með næsta bardaga: Kelvin Gastelum mun einnig berjast þann 5. nóvember þegar hann mætir Jorge Masvidal. Masvidal er 2-2 í veltivigt UFC eftir að hafa barist lengst af í léttvigt. Gastelum sigraði síðast Johny Hendricks á UFC 200 og er í 5. sæti á styrkleikalista UFC.

Ben Henderson og Michael Chandler mætast: Það verður nóg um að vera þann 19. nóvember í MMA heiminum. Gunnar Nelson mætir Dong Hyun Kim í aðalbardaganum í Belfast en sama kvöld heldur UFC bardagakvöld í Brasilíu og þá verður einnig barist um léttvigtartitil Bellator. Michael Chandler mun freista þess að verja léttvigtartitilinn gegn Ben Henderson en Henderson tryggði sér titilbardagann með undarlegum sigri á Patricio Freire um síðustu helgi. Þá mun Michael Page enn einu sinni reyna að mæta Fernando Gonzales en þetta er í þriðja sinn sem Bellator setur þennan bardaga saman.

Ljúkum þessum molum á skemmtilegri klippu af Andrei Arlovski en hann mætir Josh Barnett um helgina á  UFC bardagakvöldinu í Hamburg.

https://www.youtube.com/watch?v=w-9c_ZrBdtY

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular