spot_img
Wednesday, November 13, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlent10 áhugaverðustu MMA bardagarnir í september 2016

10 áhugaverðustu MMA bardagarnir í september 2016

Eftir ótrúlega sumarmánuði verður aðeins róað niður í september. Það eru fyrst og fremst stóru mennirnir sem fá athyglina en eitt og annað verður þó á boðstólnum.

September býður upp á fjögur UFC kvöld, eitt Bellator kvöld og eitt Invicta kvöld. Sunna Rannveig Davíðsdóttir mun berjast sinn fyrsta bardaga í Invicta, Cyborg berst við einhverja nafnlausa konu í 140 punda bardaga og ekki má gleyma CM Punk sem á loksins að stíga í búrið en hann skrifaði undir samning við UFC í desember 2014.

Mickey-Gall-cm-punk

10. UFC 203, 10 september – CM Punk gegn Mickey Gall (veltivigt)

Það verður frábært að klára þennan bardaga svo við getum hætt að heyra um hann. CM Punk er WWE glímukappi með enga MMA reynslu. Mickey Gall er ungur og efnilegur MMA bardagamaður með tvo áhugamannabardaga og tvo atvinnubardaga á ferilskránni. Allt sigrar og aðeins einn á stigum.

Spá: Mickey Gall valtar yfir CM Punk, klárar hann með tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu og Punk fer aftur í WWE.

cyborg-lansberg

9. UFC Fight Night 95, 24. september – Cristina ‘Cyborg’ Justino gegn Lina Lansberg (140 pund kvenna)

Það eina áhugaverða við þennan bardaga er Cyborg. Hún er „must see TV“ en hver er Lina Lansberg? Hún er ekki með Wikipedia síðu sem er fyrsta vísbendingin. Lansberg er sænsk, 34 ára og með sex sigra og eitt tap. Tapið var í hennar fyrsta bardaga (eins og hjá Cyborg) og fjórir af sex sigrum hennar voru eftir tæknileg rothögg.

Spá: Þetta gæti orðið fjörugt en Cyborg klárar þetta með höggum í fyrstu lotu.

andrade calderwood

8. UFC 7. 203, 10 september – Jéssica Andrade gegn Joanne Calderwood (strávigt kvenna)

Jéssica Andrade og JoJo Calderwood litu báðar frábærlega út í þeirra síðasta bardaga. Þær eru númer 6 og 7 á styrkleikalista UFC svo sigurvegarinn verður komin ansi nálægt titilbardaga.

Spá: JoJo er Íslandsvinur en ég get ekki spáð henni sigri að þessu sinni. Andrade er með hraðar og þungar hendur. Hún rotar Calderwood í annarri lotu.

hall brunson

7. UFC Fight Night 94, 17. september – Uriah Hall gegn Derek Brunson (millivigt)

Uriah Hall er ennþá mikið efni en spurningin er hvort hann muni einhvern tímann ná á toppinn. Stundum virðist bara vanta herslumuninn hjá honum en stundum er það einmitt það sem skilur á milli. Hér mætir hann Derek Brunson sem er á svipuðum stað á styrkleikalistanum (þeir eru nr. 9 og 10) en er á talsvert meiri siglingu. Brunson er höggþungur glímumaður sem hefur rotað síðustu þrjá andstæðinga í fyrstu lotu.

Spá: Það verður ekki rothögg en Brunson sigrar á stigum.

arlovski barnett

6. UFC Fight Night 93, 3. september – Andrei Arlovski gegn Josh Barnett (þungavigt)

Það er magnað að þessi bardagi hafi ekki orðið að veruleika fyrr en núna. Andrei Arlovski og Josh Barnett voru t.d. báðir í UFC í kringum árið 2001 og 2002 en Barnett fór sínar eigin leiðir eftir það. Þessi bardagi verður dálítil nostalgía, betra seint en aldrei.

Spá: Barnett nær bardaganum í gólfið og klárar með uppgjafartaki í fyrstu lotu.

Sunna Rannveig

5. Invicta FC 19, 23. september – Sunna Rannveig Davíðsdóttir gegn Ashley Greenway (strávigt kvenna)

Loksins fáum við að sjá Sunnu í Invicta! Sunna Rannveig varð Evrópumeistari áhugamanna í nóvember í fyrra og tekur nú skrefið í atvinnumennskuna. Sunna mætir Ashley Greenway en sú er bandarísk og æfir með Söru McMann sem berst í bantamvigt UFC. Greenway er 1-0 sem atvinnumaður og verður gríðarlega spennandi að sjá Sunnu á stóra sviðinu.

Spá: Þetta verður hörku bardagi en Sunna fer með sigur af hólmi. Sunna klárar þetta með uppgjafartaki í 2. lotu.

poirier johnson

4. UFC Fight Night 94, 17. september – Dustin Poirier gegn Michael Johnson (léttvigt)

Michael Johnson er frábær bardagamaður á besta aldri en hann hefur lent í vandræðum undanfarið sem hefur skilað honum tveimur töpum í röð á móti Beneil Dariush og Nate Diaz. Nú berst hann við Poirier sem hefur unnið fjóra í röð og litið mjög vel út.

Spá: Johnson mun reyna að slípa demantinn en mistekst. Poirier sigrar á tæknilegu rothöggi í þriðju lotu.

gustafsson blachovich

3. UFC Fight Night 93, 3. september – Alexander Gustafsson gegn Jan Błachowicz (léttþungavigt)

Alexander Gustafsson hefur farið í gegnum erfitt tímabil undanfarin ár. Hann hefur tapað þremur af síðustu fjórum bardögum en það verður að hafa í huga að töpin voru gegn Jon Jones, Anthony Johnson og Daniel Cormier. Nú fær hann bardaga til að byggja sig upp aftur á móti Jan Blachowicz sem er ekki skráður á topp 15 á styrkleikalista UFC.

Spá: Gustafsson ætti að sigra sannfærandi en Blachowicz er harður, segjum að það verði á stigum.

werdum browne

2. UFC 203, 10 september – Fabrício Werdum gegn Travis Browne (þungavigt)

Travis Browne leysir Ben Rothwell af hólmi og fær annað tækifæri gegn Fabrício Werdum. Þeir mættust fyrst árið 2014 þar sem Werdum sigraði sannfærandi á stigum. Spurningin er því hvort Browne hafi bætt sig síðan þá?

Spá: Líklegasta niðurstaðan er sú sama og síðast. Werdum sigrar á stigum, þ.e. ef Browne nær að lifa af.

stipe miocic overeem

1. UFC 203, 10 september – Stipe Miocic gegn Alistair Overeem (þungavigt)

Langstærsti bardagi mánaðarins, titilbardagi í þungavigt. Stipe Miocic kom öllum á óvart þegar hann rotaði Fabrício Werdum í fyrstu lotu í bardaga þeirra í maí. Nú fær hann hið erfiða verkefni að verja titil í þungavigt sem hefur reynst mörgum þrautinni þyngri. Alistair Overeem hefur kannski komið enn meira á óvart en Miocic. Eftir að hafa verið nánast afskrifaður er hann búinn að sigra fjóra bardaga í röð, meðal annars gegn Junior dos Santos, og er verðskuldaður áskorandi.

Spá: Það er erfitt að spá titilbardögum í þungavigt, það mætti alveg eins kasta upp á krónu. Tökum sénsinn á Overeem, hann rotar Miocic í annarri lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular