spot_img
Friday, December 27, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMMA molar - Thiago Silva rotast og stríð í aðalbardaga WSOF

MMA molar – Thiago Silva rotast og stríð í aðalbardaga WSOF

thiago silva teddy holderSíðustu daga hefur fátt annað fangað athygli MMA aðdáenda en heimstúr Jose Aldo og Conor McGregor. Það hefur þó ýmislegt annað gerst síðustu daga í MMA heiminum eins og WSOF 19 og fregnir af spennandi bardögum.

Síðustu helgi var ekkert UFC bardagakvöld en World Series of Fighting, WSOF, hélt sinn 19. viðburð og var bardagakvöldið frábær skemmtun. Það var mikið um skemmtileg tilþrif á bardagakvöldinu en í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Justin Gaethje og Luis Palomino. WSOF talaði um bardaga ársins og má deila um það en bardaginn var góð skemmtun. Lítið var hugsað um vörnina og úr varð skemmtilegt, ótæknilegt stríð.

https://www.youtube.com/watch?v=fcpzR_EHH54

Á sama kvöldi áttu þeir Matt Hamill og Thiago Silva að berjast en Hamill veiktist sama dag og kom Teddy Holder í hans stað. Holder átti að mæta Jake Heun sama kvöld en steig upp og mætti Silva í staðinn.

https://www.youtube.com/watch?v=YZrzeEfFzFI

Þessi bardagi gæti gert mikið fyrir feril hins óþekkta Holder en hann hefur nú sigrað níu bardaga og tapað aðeins einum. Eins og frægt er orðið var Thiago Silva handtekinn í fyrra og rekinn úr UFC en hann er sakaður um alvarlegt heimilisofbeldi auk þess sem hann mætti með hríðskotariffil fyrir utan BJJ klúbb Pablo Popovitch, kærasta fyrrum eiginkonu hans. Thaysa Kamiji (áður Silva), fyrrum eiginkona hans, var að vonum ánægð með tap Thiago og skrifaði þetta á Facebook síðu sína:

“Awesome! Made my day! Who is Teddy Holder? Who didn’t touch gloves with his opponent? What will his excuse for the knockout be? What goes around comes around.”

UFC tilkynnti nýlega tvo spennandi bardaga. Alexander Gustafsson og Glover Teixeira mætast í aðalbardaganum á bardagakvöldi í Berlín þann 20. júní. Báðir hafa þeir tapað fyrir léttþungavigtarmeistaranum Jon Jones og báðir töpuðu þeir sínum síðasta bardaga. Þá munu þeir Josh Thomson og Tony Ferguson mætast þann 15. júlí á bardagakvöldi í San Diego.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular