spot_img
Sunday, December 1, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMynd: Gunnar Nelson í hörku formi

Mynd: Gunnar Nelson í hörku formi

Mynd af Instagram reikningi Jóns Viðars Arnþórssonar.
Mynd af Instagram reikningi Jóns Viðars Arnþórssonar.

Nú eru aðeins nokkrir dagar í risabardaga Gunnars Nelson og Demian Maia á UFC 194. Miðað við nýjustu myndir af Gunnari er hann í svakalegu formi.

Í undirbúningi fyrir bardagann gegn Maia dvaldi Gunnar í Dublin í u.þ.b. sex vikur. Þar æfði hann með SBG liðinu eins og hann hefur gert í mörg ár. Eftir Dublin dvölina hélt liðið til Los Angeles þar sem æfingarnar héldu áfram.

Conor McGregor fékk hreyfingarsérfræðinginn Ido Portal til sín og hefur hann verið viðloðinn undirbúninginn hjá McGregor og Gunnari. Í viðtal okkar við Gunnar sagðist hann virkilega ánægður með æfingarnar með Ido Portal og líkti því við að fara út að leika sem krakki.

Gunnar og Conor McGregor hafa æft mikið saman á undanförnum mánuðum og verður gífurlega spennandi að sjá Gunnar gegn Maia á laugardaginn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular