Michael McDonald sigraði Peter Ligier á Bellator 191 síðasta föstudagskvöld. Í bardaganum braut hann hönd sína og má sjá að brotið virðist vera ansi alvarlegt.
Michael McDonald barðist sinn fyrsta bardaga í Bellator um síðustu helgi en þessi 26 ára gamli bardagamaður samdi við Bellator fyrr á árinu. McDonald sigraði eftir dómaraákávörðun og vann allar þrjár loturnar.
McDonald hefur verið í meiðslavandræðum undanfarin ár og barðist ekkert árin 2014 og 2015. Handarmeiðsli og meiðsli á úlnlið héldu honum frá búrinu lengi vel en í bardaganum á föstudaginn braut hann á sér höndina aftur.
McDonald póstaði röntgenmynd af brotinu en höndin brotnaði í 2. lotu.
I am proud of my performance & so should my opponent Peter. He truly rose to the occasion & put on a fantastic performance. I assume you all want to see the broken hand X rays lol. Here you go! Cant believe I fought another round busted like this lol. Praise God for adrenaline! pic.twitter.com/0RmlrqyU9J
— Michael McDonald (@MaydayMcDonald) December 16, 2017