0

Mike Perry um tapið gegn Ponzinibbio: Hann potaði í augað á mér

Mike Perry tapaði fyrir Santiago Ponzinibbio á laugardaginn á UFC bardagakvöldinu í Kanada. Eftir bardagann sagði hann að Ponzinibbio hefði potað í augað á sér.

Santiago Ponzinibbio vann sinn sjötta bardaga í röð um helgina. Hann sigraði Mike Perry eftir dómaraákvörðun í skemmtilegum bardaga. Snemma í 2. lotu sást Perry nudda á sér augað eins og hann hafi fengið putta í augað. Skömmu síðar byrjaði að blæða úr auganu.

Aðeins óskýrar myndir og hreyfimyndir (gif) hafa birst af umræddu poti og ómögulegt að sjá potið skýrt.

Perry segir að Ponzinibbio hafi potað í augað á sér en talaði ekki meira um atvikið.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply