Björn Þorleifur Þorleifsson vann fyrr í dag bardaga sinn á HM í MMA í Barein. Það tók Björn aðeins 12 sekúndur að klára andstæðinginn og eitt gott spark.
Björn Þorleifur keppir í millivigt á Heimsmeistaramóti áhugamanna sem fer fram í Barein þessa dagana. Fyrsta umferð var í dag þar sem hann mætti Indverjanum Aravind Veeranna.
Eftir aðeins eitt spark hafði Veeranna fengið nóg og sigraði Björn því eftir aðeins 12 sekúndur. Myndband af bardaganum má sjá hér að neðan. Björn mætir Þjóðverjanum Waldemar Holodenko (1-1) á morgun en Holodenko vann sinn bardaga með „triangle“ hengingu eftir 55 sekúndur í dag.