Albert Tumenov komst aftur á sigurbraut í frumraun sinni í ACB bardagasamtökunum í gær. Tumenov rotaði þá Ismael de Jesus eftir aðeins 46 sekúndur.
Albert Tumenov kaus að endurnýja ekki samninginn sinn við UFC og samdi þess í stað við rússnesku bardagasamtökin Absolute Championship Berkut fyrr á þessu ári.
Eftir tvö töp í röð í UFC (þar sem annað tapið var gegn Gunnari Nelson) þurfti Tumenov að komast aftur á sigurbraut. Það gerði hann svo sannarlega í gær þegar hann kláraði Jesus með rothöggi snemma í 1. lotu. Þetta var 12. sigur hans á ferlinum með rothöggi og er hann nú 18-4 á MMA ferlinum.
https://www.youtube.com/watch?v=mY3IfV4SwJU