Friday, July 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaTveir sigrar hjá VBC í Svíþjóð

Tveir sigrar hjá VBC í Svíþjóð

Mynd af Facebook síðu VBC MMA.

Þrír Íslendingar kepptu í Muay Thai í gær í Svíþjóð á Källarträffen goes Gympasal bardagakvöldinu. Strákarnir koma heim með tvo sigra, eitt tap og góða reynslu.

Þeir Adrian Drążkiewicz og Jakub Sebastian Warzycha kepptu báðir í C-flokki (legghlífar notaðar) og unnu báðir sína bardaga 3-0.

Þórður Bjarkar keppti í semi-pro (B-flokki, engar legghlífar) og mætti þar sterkum andstæðingi. Bardaginn var fimm lotu stríð þar sem Þórður tapaði naumlega, 2-1. Bardaginn var tæknilegur en þetta var í fyrsta sinn sem Þórður keppir bardaga þar sem olnbogar og hné í höfuð eru leyfð.

Hér að neðan má sjá fimmtu og síðustu lotuna hjá Þórði.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular