spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Albert Tumenov með sinn fimmta sigur í röð

Myndband: Albert Tumenov með sinn fimmta sigur í röð

Albert Tumenov hefur gert það gott síðan hann ákvað að yfirgefa UFC. Tumenov nældi sér í sinn fimmta sigur í röð í gær og það með rothöggi.

Albert Tumenov mætti Gunnari Nelson árið 2016. Tumenov var þá á topp 15 á styrkleikalista UFC, efnilegur bardagamaður í veltivigtinni og sigurstranglegri hjá veðbönkum.

Gunnar Nelson sigraði með hengingu í 2. lotu en fram að tapinu var Tumenov á fimm bardaga sigurgöngu. Tumenov mætti síðan Leon Edwards eftir það og tapaði aftur eftir hengingu.

Þegar samningnum hans við UFC lauk ákvað hann að söðla um í stað þess að semja aftur við UFC. Tumenov hefur verið að gera það gott síðan þá og unnið fimm bardaga í röð hjá ACB og ACA í Rússlandi og Kasakstan.

Tumenov mætti Beslan Ushukov á ACA 102 í gærkvöldi. Tumenov sigraði með rothöggi í 2. lotu.

https://www.youtube.com/watch?v=IKWz5MPjyAw

Tumenov er ríkjandi veltivigtarmeistari ACA og hefur unnið þrjá af síðustu fimm bardögum sínum með rothöggi.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular