spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Andre Berto lýsir því hvernig það er að keppa við Floyd...

Myndband: Andre Berto lýsir því hvernig það er að keppa við Floyd Mayweather

Andre Berto er síðasti maðurinn sem steig í hringinn með Floyd Mayweather. Í nýlegu viðtali útskýrir hann hvernig það sé að keppa við Mayweather.

Þeir Andre Berto og Floyd Mayweather mættust í september 2015 þar sem Mayweather sigraði eftir einróma dómaraákvörðun. Það var kveðjubardagi Mayweather en bardaginn hlaut ekki mikla athygli.

Í þessu viðtali útskýrir Berto hvernig það sé að keppa við Mayweather. Berto segir að Mayweather hugsi fyrst og fremst um vörnina og hafi séð öll högg Berto. Berto leið eins og hann væri bara á æfingu og átti erfitt með að átta sig á hvað hafði gerst í lotunum og hver hefði unnið loturnar.

Eins og flestum er kunnugt um eru viðræður á milli Conor McGregor og Floyd Mayweather að eiga sér stað um þessar mundir. Þeir gætu mæst í boxbardaga í september en Berto segir að Conor hafi ekkert nema vinstri höndina og það sé ekki nóg gegn Floyd Mayweather.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular