0

Myndband: ‘Big’ John McCarthy um Nick Diaz og skítkast hans í búrinu

Dómarinn ‘Big’ John McCarthy hefur marga fjöruna sopið og er einn reyndasti dómarinn í MMA. Hann kann margar góðar sögur og hefur séð ýmislegt.

John McCarthy var gestur í hlaðvarpi MMA Junkie þar sem hann rifjaði upp nokkrar skemmtileg atvik á meðan hann hefur verið dómari.

Hann hefur verið dómarinn í nokkrum bardögum hjá Diaz bræðrunum. Diaz bræðurnir eru þekktir fyrir að tala við andstæðinga sína í bardaganum og segir McCarthy að það sé ekkert að því svo lengi sem það tengist ekki kynþætti andstæðingsins.

Þá er Conor McGregor líka þekktur fyrir að tala við andstæðinginn í búrinu og segir McCarthy að það sé yfirleitt til að gera lítið úr höggum andstæðinganna.

Hér fer McCarthy svo yfir bardaga Robbie Lawler og Rory MacDonald á UFC 189.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.