0

Glímumaður mánaðarins: Eiður Sigurðsson

Á síðasta degi aprílmánaðar er ekki seinna vænna en að vera með Glímumann mánaðarins. Glímumaðurinn að þessu sinni er Mjölnismaðurinn Eiður Sigurðsson.

Eiður er brúnt belti í brasilísku jiu-jitsu, þrefaldur Íslandsmeistari í BJJ og einn af betri glímumönnum landsins.

Hvenær og hvernig byrjaðiru í BJJ?

Byrjaði í janúar 2010. Langaði að prófa eitthvað annað en að vera bara í ræktinni. Gamli, gamli Mjölnir á Mýrargötunni var ekkert svo langt í burtu þannig það hentaði vel. Ætlaði fyrst að æfa Muy Thai eða Kickbox, fannst það mjög kúl.

Hvernig varstu svona góður í BJJ?

Æfa mikið og ekki taka mikið af pásum. Æfa utan æfingartíma, fara til útlanda að æfa og keppa á mótum. Að setja tímann í þetta er galdurinn býst ég við. Líka að æfa skynsamlega, að nota hausinn og pæla í hverju þú ert að gera og hvað þarf að bæta. Ekki vera heilalaus vitleysingur sem ætlar að rústa öllum. Tala af reynslu með það.

Hversu oft æfiru BJJ á viku?

Alla daga nema einn frídag, oftast sunnudagar. Stundum æfi ég tvisvar á dag. Þá eina sem er bara tækni og hin er tækni/sparr. Allar æfingar þurfa ekkert endilega að vera balls to the walls. Oftast er maður bara að fara yfir tækniatriði og hreyfingar.

Hvernig finnst þér best að æfa?

Bæði drill og sparr. Ég drilla hreyfingar ef ég á erfitt með þær eða skil hreyfinguna ekki alveg. Svo prófa ég tæknina í sparri. Svo stundum nenni ég ekki að pæla í miklu þá geri ég bara það sem ég er vanur að gera.

Hvernig undirbýrðu þig fyrir mót?

Hef aldrei verið með neinn sérstakan undirbúning en af einhverjum ástæðum hætti ég oft að glíma viku fyrir mót og drilla bara smá. En í sambandi við hugarfarið þá reyni ég að hafa það jákvætt og læra af þessu.

Hvaða bakgrunn hefuru úr öðrum íþróttum?

Æfði fótbolta frá 7-17 ára og svo handbolta frá 10-14 ára.

Hugsaru vel um matarræðið þitt?

Nei, ég er ekki on point þar. Kemur oftast bara í sveiflum hjá mér. Er t.d. núna í einhverri vitundarvakningu með það. Er að fara prófa að meal preppa og gera mat fyrir vikuna á sunnudögum. Sjáum hvernig það gengur.

Geriru einhverjar styrktaræfingar?

Já, hef verið að gera reglulega styrktaræfingar og þolæfingar. Er að vinna með Mark Kislich í Sporthúsinu og hef æft með honum síðan í október 2014. Það hefur hjálpað mikið. Mér finnst jóga skemmtilegt og krefjandi en gef mér bara því miður ekki nægan tíma í það.

Skemmtilegasti æfingarfélaginn?

Bara þeir sem ég drilla reglulega með. Ómar, Valentin, Sigurvin og Siggi Baldur. Svo er alltaf gaman að sparra við Daða og Marek.

Leiðinlegasti æfingarfélaginn?

Sigurvin því hann tekur mig alltaf í fótalás og ég er of tapsár til þess að tappa út. Ýmir líka, má ekki gleyma honum.

Uppáhalds íslenski glímumaðurinn?

Gunni hefur alltaf verið uppáhalds ég hef alltaf litið upp til hans þegar það kemur að glímu. Annars finnst mér alltaf gaman að horfa á topp íslenskt glímufólk. Sama hver það er.

Á hvaða erlendu glímumenn horfiru mest á?

Bara þessi basic gaurar, Mendes bræðurnir, Marcelo, Keenan og svo tæknimyndbönd eftir BJJ Scout eða eitthvað álika. Annars finnst mér alltaf skemmtilegast að fylgjast með up and coming glímuköppum, gaman að fylgjast með þeim reyna klifra upp á toppinn.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.