Það er enginn kærleikur á milli Luke Rockhold og Michael Bisping. Bretinn Bisping rotaði Luke Rockhold á UFC 199 í gær og er nýr millivigtarmeistari UFC.
Þeir Bisping og Rockhold létu allt flakka á blaðamannafundinum eftir UFC 199 í gær. Vanalega grafa menn stríðsöxina eftir bardagann en það var ekki upp á teningnum hjá Rockhold og Bisping í gær.
Rockhold var gríðarlega ósáttur með framkomu Bisping í sinn garð strax eftir rothöggið. Rockhold kallaði Bisping illum nöfnum á blaðamannafundinum og sat tapið illa í honum.
Bisping reyndi að rétta fram sáttarhönd en Rockhold var ekkert á því að sættast við Bisping. Þeir héldu því áfram að rífast eftir að blaðamannafundinum lauk og þurfti að skilja þá í sundur eins og sjá hér.
So apparently this rivalry between @ufc champ @bisping and @LukeRockhold isn’t quite settled just yet. pic.twitter.com/Wj4XQclYn9
— John Morgan (@MMAjunkieJohn) June 5, 2016