Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBrock Lesnar mætir Mark Hunt á UFC 200

Brock Lesnar mætir Mark Hunt á UFC 200

brock lesnarBrock Lesnar mun mæta Mark Hunt á UFC 200 í sumar. Þetta var staðfest í þættinum SportsCenter á ESPN fyrir skömmu.

Brock Lesnar (5-3) snýr aftur í búrið í sumar eftir nokkurra ára fjarveru. Lesnar barðist síðast við Alistair Overeem í desember 2011 þar sem hann tapaði eftir tæknilegt rothögg í fyrstu lotu. Hinn 38 ára Lesnar var þungavigtarmeistari UFC frá 2008 til 2010. Lesnar er enn undir samningi við WWE fjölbragðaglímuna og verður þetta eini MMA bardaginn hans í bili eða þar til samningur hans við WWE rennur út.

Mark Hunt hefur sigrað tvo bardaga í röð með rothöggi og er einn allra vinsælasti bardagamaður UFC meðal harðkjarna aðdáenda.

UFC 200 fer fram þann 9. júlí þar sem þeir Jon Jones og Daniel Cormier berjast í aðalbardaga kvöldsins. Frankie Edgar mætir Jose Aldo um bráðabirgðartitilinn í fjaðurvigtinni sama kvöld og þá mun Meisha Tate verja bantamvigtarbeltið sitt í fyrsta sinn gegn Amanda Nunes.

Brock Lesnar var í aðalbardaganum á UFC 100 og rotaði þá Frank Mir í 2. lotu. UFC 100 er söluhæsta UFC kvöld allra tíma en UFC 200 gæti bætt það met.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular