spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Conor æfir með atvinnuboxara

Myndband: Conor æfir með atvinnuboxara

Conor McGregor er staddur í Bandaríkjunum um þessar mundir. Hann hefur undanfarnar vikur dvalið í Kaliforníu við æfingar og æfði meðal annars með boxaranum Chris van Heerden.

Þó titill myndbandsins spyr hvort Conor McGregor sé að undirbúa sig fyrir mögulegan bardaga gegn Floyd Mayweather þarf svo ekki að vera. McGregor er MMA bardagamaður og vill eðlilega æfa með topp íþróttamönnum eins og van Heerden er. Chris van Heerden (23-2-1) er Suður-Afrískur boxari og er fyrrum veltivigtarmeistari IBO.

https://www.youtube.com/watch?v=xiMK583mqdo

Fyrir nokkrum dögum birti McGregor mynd af sér í æfingaaðstöðu Chris Haueter. Haueter var einn af fyrstu mönnunum sem er ekki frá Brasilíu til að hljóta svarta beltið í brasilísku jiu-jitsu (kallaðir BJJ Dirty Dozens). McGregor æfði hjá honum á dögunum en flest bendir til þess að McGregor muni mæta Nate Diaz í annað sinn á UFC 202 í ágúst.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular