0

Myndband: Conor, dos Anjos og „Red panty night”

conor mcgregor go bigEins og við greindum frá í morgun munu þeir Conor McGregor og Rafael dos Anjos mætast á UFC 197 í mars. Í tilefni af því er tilvalið að rifja upp þetta skemmtilega brot úr „Go Big“ blaðamannafundinum í september.

Á blaðamannafundinum voru allir væntanlegu stóru bardagar UFC kynntir og sátu bardagamennirnir fyrir svörum blaðamanna og aðdáenda.

Á þessum tíma var Conor McGregor með Jose Aldo í sigtinu í desember og Rafael dos Anjos átti að mæta Donald Cerrone í sama mánuði. Báðir unnu þeir bardaga sína og munu mætast í mars.

Conor McGregor hélt því fram á blaðamannafundinum að allir vilji berjast við sig þar sem það gefur vel í aðra hönd. McGregor sagði það vera fagnaðarefni fyrir andstæðinga sína ef þeir fá bardaga gegn sér og kallaði það „Red panty night“.

Nú er Rafael dos Anjos kominn með bardagann gegn McGregor og spurning hvort það hafi verið „Red panty night“ hjá honum er hann fékk fréttirnar.

 

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.