spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Conor gjörsamlega missti sig og hrinti dómaranum Marc Goddard

Myndband: Conor gjörsamlega missti sig og hrinti dómaranum Marc Goddard

Conor McGregor missti stjórn á sér er hann fagnaði sigri liðsfélaga síns á Bellator í kvöld. Conor stökk yfir búrið og var æfur þegar átti að henda honum úr búrinu.

Bellator 187 fór fram í Dublin í kvöld. Þegar æfingafélagi Conor og vinur, Charlie Ward, sigraði John Redmond þegar nokkrar sekúndur voru eftir af fyrstu lotunni missti Conor stjórn á sér. Hann stökk yfir búrið til að fagna sínum manni en dómarinn Marc Goddard var ekki hrifinn af því.

Goddard reyndi að koma Conor úr búrinu og var Conor langt frá því sáttur með það. Hann hrinti Goddard og þurfti öryggisgæslan að koma honum úr búrinu. Goddard var að reyna að hlúa að Redmond sem hafði nýverið tapað eftir rothögg er Conor veittist að honum.

Eftir að hafa yfirgefið búrið stökk hann svo aftur upp á búrið. Starfsmaður íþróttasambandsins reyndi að koma Conor niður en Conor sló starfsmanninn.

Þessi hegðun Conor er óásættanleg og verður áhugavert að sjá hvaða afleiðingar þetta mun hafa í för með sér.

 

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular