spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Conor leiddur út í handjárnum

Myndband: Conor leiddur út í handjárnum

Conor McGregor var fyrr í dag leiddur út í handjárnum. Conor var fluttur frá lögreglustöð í New York og yfir í dómssal þar sem mál hans verður tekið fyrir síðar í dag.

Conor McGregor er í vondum málum eftir hegðun hans í gær. Conor eyddi síðustu nótt í fangageymslu eftir að hafa gefið sig fram við lögreglu. MMA bardagamaðurinn og liðsfélagi Conor, Cian Cowley, á einnig yfir höfði sér kæru.

Conor hefur verið ákærður í þremur liðum fyrir líkamsárás og einum ákærulið fyrir eignaspjöll. Cowley á yfir höfði sér einn ákærulið fyrir líkamsárás og einn ákærulið fyrir eignaspjöll en báðir fara fyrir dómara í dag í New York. Þar verður tekin ákvörðun um áframhald málsins.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular