Thursday, April 25, 2024
HomeErlentUppnám í New York: Pettis vildi meiri pening, Felder ekki nógu góður...

Uppnám í New York: Pettis vildi meiri pening, Felder ekki nógu góður og Al Iaquinta síðasta von Khabib

Enn er óvíst hvort Khabib Nurmagomedov fái bardaga á UFC 223 annað kvöld. Eftir að Max Holloway datt út leit allt út fyrir að Anthony Pettis kæmi inn en svo virðist ekki vera lengur.

Max Holloway var sagður ófær um að keppa á UFC 223 af læknum þar sem niðurskurðurinn reyndist honum um of. Í hans stað átti Anthony Pettis að koma inn en upphaflega átti hann að mæta Michael Chiesa á morgun. Chiesa meiddist í látunum í Conor í gær og var því Pettis án andstæðings.

Pettis vigtaði sig inn 155,2 pund í morgun og átti bara eftir að losa sig við 0,2 pund til að titilbardaginn gæti farið fram. Leyfilegt er að vera einu pundi (156 pund í léttvigt) yfir í vigtuninni nema þegar um titilbardaga er að ræða. Reiknað var með að Pettis kæmi aftur á vigtina eftir að hafa tekið af sér síðustu grömmin en hefur ekki enn látið sjá sig.

Karyn Bryant fullyrðir svo að Pettis muni ekki berjast við Khabib þar sem Pettis vildi fá meira en það sem UFC var tilbúið að bjóða honum. Þar af leiðandi var Paul Felder (sem á að mæta Al Iaquinta á morgun) komin í myndina en Felder var akkúrat 155 pund í vigtuninni í morgun. Íþróttasamband New York ríkis vildi þó ekki samþykkja bardagann þar sem Felder er ekki á topp 15 styrkleikalista UFC í léttvigtinni!

Al Iaquinta er því eina von UFC og Khabib til að titilbardagi geti farið fram á morgun. Iaquinta var þó 155,2 pund í vigtuninni áðan. Íþróttasambandið í New York er einnig sagt hafa verið gegn því að Pettis færi í fimm lotu bardaga.

Andstæðingur Khabib hefur því breyst frá Tony Ferguson, til Max Holloway, til Anthony Pettis og nú mögulega Al Iaquinta.

Algjör ringulreið í New York!

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular