0

Max Holloway biður Khabib afsökunar

Max Holloway getur ekki mætt Khabib Nurmagomedov á UFC 223 eins og til stóð. Niðurskurðurinn reyndist of erfiður og hefur hann beðið Khabib afsökunar.

Fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway mun ekki berjast við Khabib Nurmagomedov á morgun um léttvigtartitilinn. Vigtunin fór fram í morgun og var Khabib snemma búinn að vigta sig inn. Max Holloway lét hins vegar ekki sjá sig og gaf UFC það út að hann myndi ekki vigta sig inn. Læknar töldu það óráðlegt að hann myndi skera meira niður og var honum meinað að keppa.

Holloway bað Khabib afsökunar og segist hafa viljað halda áfram að skera niður en læknarnir komu í veg fyrir það.

Talið var að Anthony Pettis kæmi inn í staðinn en það er enn óvíst á þessari stundu.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.