spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Cory Sandhagen með magnað rothögg

Myndband: Cory Sandhagen með magnað rothögg

Cory Sandhagen náði ótrúlegu rothöggi á UFC bardagakvöldinu í nótt. Það tók Sandhagen aðeins 28 sekúndur að klára Frankie Edgar í nótt.

Sandhagen mætti Frankie Edgar í mikilvægum bardaga í bantamvigtinni. Eftir aðeins 28 sekúndur stökk Sandhagen upp með fljúgandi hné og smellhitti í höku Edgar. Rothöggið verður mjög ofarlega á listum yfir bestu rothögg ársins þegar árið verður gert upp.

Sandhagen var eðlilega sáttur með sigurinn. „Ég held ég fái loksins athyglina sem ég á skilið núna. Ég hef ekki verið í sviðsljósinu hingað til, þeir sem fylgjast mjög vel með vita hver ég er en aðrir ekki. Þetta rothögg mun fara víða og nú koma tækifærin,“ sagði Sandhagen eftir bardagann.

„Það er gott að bæta þessu á ferilskrána. Ég er mjög ánægður með hvernig þetta fór, þetta verður spilað í langan tíma. Ég var í smá uppnámi eftir þetta. Ég vil ekki sjá einhvern skríða upp frá gólfinu svona. Það var leitt að sjá en svona er leikurinn gerður. Betra hann en ég.“

Sandhagen vonast eftir að fá titilbardaga næst. Þeir Aljamain Sterling og Petr Yan mætast um bantamvigtartitilinn í mars en Sandhagen vill fá sigurvegarann þar. Sandhagen tapaði fyrir Sterling eftir aðeins 90 sekúndur í fyrra en hefur síðan þá unnið tvo bardaga – báða með rothöggi.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular