spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Daniel Cormier datt á blaðamannafundinum

Myndband: Daniel Cormier datt á blaðamannafundinum

Blaðamannafundurinn fyrir UFC 226 fór fram í gærkvöldi. Þar féll Daniel Cormier niður og haltraði hann af sviðinu í kjölfarið.

Daniel Cormier mætir Stipe Miocic í aðalbardaga kvöldsins á UFC 226. Þegar blaðamannafundinum lauk stóð Cormier upp og virtist hrasa og féll því í gólfið. Hann stóð upp skömmu síðar og haltraði af sviðinu. Cormier mætti svo skömmu seinna á sviðið þar sem hann stóð augliti til auglits við Stipe Miocic.

Brett Okomoto hjá ESPN greindi frá því að Cormier er sem betur fer í lagi.

Eins og kom fram í gær getur Max Holloway ekki barist gegn Brian Ortega á laugardaginn vegna heilahristings. Eftir bölvunina sem virðist hvíla á þessu sumarbardagakvöldi óttuðust margir að Cormier hefði jafnvel slasast líka á sjálfum blaðamannafundinum í gær. Sá ótti reyndist sem betur fer ekki á rökum reistur.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular