Blaðamannafundurinn fyrir UFC 226 fór fram í gærkvöldi. Þar féll Daniel Cormier niður og haltraði hann af sviðinu í kjölfarið.
Daniel Cormier mætir Stipe Miocic í aðalbardaga kvöldsins á UFC 226. Þegar blaðamannafundinum lauk stóð Cormier upp og virtist hrasa og féll því í gólfið. Hann stóð upp skömmu síðar og haltraði af sviðinu. Cormier mætti svo skömmu seinna á sviðið þar sem hann stóð augliti til auglits við Stipe Miocic.
The wrath of the MMA gods is waiting around every corner. #UFC226 pic.twitter.com/kN06xhfBz5
— caposa (@Grabaka_Hitman) July 5, 2018
Brett Okomoto hjá ESPN greindi frá því að Cormier er sem betur fer í lagi.
Just spoke to someone with DC, who said he is not happy about the spill today. A speaker was placed next to his chair and he tripped over it. Made it clear to say, “Fight is not in jeopardy” though.
— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) July 5, 2018
Eins og kom fram í gær getur Max Holloway ekki barist gegn Brian Ortega á laugardaginn vegna heilahristings. Eftir bölvunina sem virðist hvíla á þessu sumarbardagakvöldi óttuðust margir að Cormier hefði jafnvel slasast líka á sjálfum blaðamannafundinum í gær. Sá ótti reyndist sem betur fer ekki á rökum reistur.