spot_img
Friday, December 20, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Daniel Cormier endaði Conan bölvunina

Myndband: Daniel Cormier endaði Conan bölvunina

Daniel Cormier var gestur hjá Conan O’Brien í vikunni. Cormier tókst þar með að enda hálfgerða bölvun sem virtist ríkja hjá þeim bardagamönnum sem mættu í þátt hans.

Conan fær einstaka sinnum til sín bardagamenn hjá UFC fyrir stóra bardaga. Ronda Rousey, Conor McGregor og Nate Diaz hafa mætt til hans á undanförnum árum en alltaf tapað sínum næsta bardaga eftir viðtalið.

Cormier var bókaður í þátt Conan fyrir bardagann gegn Stipe Miocic og var næstum því búinn að hætta við að mæta út af þessari svokölluðu bölvun. Hann ákvað þó að láta slag standa og rotaði svo Stipe Miocic um síðustu helgi. Með sigrinum hefur hann bundið enda á þessa bölvun á MMA gestum Conan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular