0

Magnús Loki: Var orðinn svartsýnn á að fá andstæðing

Magnús ‘Loki’ Ingvarsson er kominn með bardaga um helgina. Magnús mætir Percy Hess en hann beið lengi eftir því að fá andstæðing.

Magnús ‘Loki’ Ingvarsson (1-0 sem atvinnumaður) berst á Caged Steel FC 21 bardagakvöldinu á Englandi um helgina ásamt þremur öðrum Íslendingum frá RVK MMA. Búið var að lofa Magnúsi bardaga þann 14. júlí en erfiðlega gekk að fá andstæðing.

„Ég er búinn að vera í fullu campi í 6 vikur og eftir 4 vikur var ég orðinn frekar svartsýnn á að fá andstæðing þar sem allir voru að neita. En svo dettur þessi inn bara með viku fyrirvara, þannig að ég er hæstánægður,“ segir Magnús um bardagann.

Percy Hess hefur áður barist við Íslending en hann tapaði fyrir Bjarka Ómarssyni í október 2014 sem áhugamaður. Hess er 0-2 sem atvinnumaður og hefur áður tekið bardaga með skömmum fyrirvara en í mars barðist hann tvo bardaga á sama kvöldi – sama kvöld og Magnús barðist síðast. Hann barðist sinn bardaga sem hann tapaði en svo var einhver sem mætti ekki í sinn bardaga og steig því Hess inn í annan bardaga sama kvöld.

„Ég hef séð hann áður og tel mig vera betri en hann á öllum sviðum. En hann má eiga það að hann kemur til að berjast. Ég hef bara verið að fókusa á sjálfan mig eins og alltaf. Fyrir mér skipta andstæðingarnir ekki öllu máli, ég vil bara vera betri fighter en ég var í bardaganum á undan þannig að það breytti voða litlu að vera ekki með andstæðing.“

Þetta verður annar MMA bardagi Magnúsar á þessu ári og tekur hann bara einn bardaga fyrir í einu en nú þarf hann að setja ný langtíma markmið. „Eftir þennan bardaga mun ég taka mér smá pásu frá æfingum og setja mér ný markmið. Ég er búinn að ná langtíma markmiðinu mínu sem var að pro debuta áður en ég yrði 25 ára en eftir þennan bardaga er ég búinn að berjast tvisvar á fjórum mánuðum þannig að skrokkurinn fær að jafna sig í smá tíma og ný markmið verða sett. En svo veit maður aldrei hvaða tækifæri koma.“

Síðasta bardaga kláraði Magnús með uppgjafartaki í 1. lotu og stefnir hann á annan glæsilegan sigur. „Þetta verður sigur, engin spurning. Ekki líta af skjánum í eina sekúndu!“

Hægt verður að kaupa streymi á bardagana hér en nánari upplýsingar um tímasetningu bardaganna kemur þegar nær dregur.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.