Fyrrum UFC bardagamaðurinn Diego Brandao var heldur betur í skrautlegum bardaga í Dagestan í kvöld. Brandao yfirgaf búrið áður en dómarinn hafði stöðvað bardagann og köstuðu áhorfendur rusli í búrið.
Diego Brandao mætti Akhmet Aliev í aðalbardaga kvöldsins á Fight Nights Global 73 í Dagestan fyrr í kvöld. Bardaginn fór ekki beint heiðarlega fram og var dómarinn í mestu vandræðum með að hafa stjórn á bardaganum.
Þegar þeir Brandao og Aliev voru í gólfinu skallaði Aliev í bringu Brandao. Dómarinn tók eftir því og þegar hann gerði hlé á bardaganum sparkaði Brandao í háls Aliev. Brandao hafði greinilega fengið nóg og ákvað að yfirgefa búrið. Áhorfendur voru ekki sáttir og hófu að kasta rusli í búrið.
Brandao kom þó aftur í búrið skömmu síðar en dómarinn hafði þá stöðvað bardagann enda bannað að yfirgefa búrið. Brandao tapaði því eftir tæknilegt rothögg í 2. lotu í furðulegum bardaga.
https://www.youtube.com/watch?time_continue=1&v=8gw_IvAzbcc