Saturday, April 20, 2024
HomeErlentBen Askren mætir Shinya Aoki í kveðjubardaga sínum í nóvember

Ben Askren mætir Shinya Aoki í kveðjubardaga sínum í nóvember

Ben Askren er strax kominn með sinn næsta bardaga. Askren mætir Japananum Shinya Aoki en þetta verður síðasti bardagi hans á MMA ferlinum.

Ben Askren (17-0 (1)), einn besti bardagamaður heims utan UFC, virðist ætla að hætta eftir sinn næsta bardaga ef marka má orð Chatri Sityodtong, einn af eigendum ONE Championship.

Askren barðist um síðustu helgi þegar hann sigraði Zebaztian Kadestam með tæknilegu rothöggi í 2. lotu og er strax kominn með sinn næsta bardaga. Askren mætir þá fyrrum léttvigtarmeistara ONE Championship, Shinya Aoki, þann 24. nóvember. Þetta verður síðasti bardagi Askren áður en hann fær framkvæmdarstjórnarstöðu hjá ONE Championship.

Nokkur stærðarmunur verður á þeim Askren og Aoki en sá síðarnefndi hefur mest megnis keppt í fjaðurvigt og léttvigt nánast allan sinn feril. Eins og áður segir er Askren veltivigtarmeistari ONE en þyngdarflokkarnir þar eru eilítið öðruvísi en gengur og gerist í flestum bardagasamtökum. Í ONE eiga menn að keppa nær sinni eigin þyngd og er veltivigtin því 176,4 punda flokkur en ekki 170 pund eins og vaninn er.

Hinn 33 ára Askren er enn ósigraður á MMA ferlinum. Askren barðist lengst af í Bellator en þegar hann kláraði samninginn sinn þar ákvað hann að söðla um. Askren fékk samningsboð frá UFC sem þótti afar lágt og fór hann frekar til ONE Championship í Asíu þar sem hann hefur verið síðan.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular