0

Myndband: Fyrsti MMA bardagi Kron Gracie

Kron Gracie, einn besti glímumaður heims, barðist sinn fyrsta MMA bardaga fyrr í kvöld.

Kron Gracie er eins og flestir vita sonur goðsagnarinnar Rickson Gracie. Kron er margverðlaunaður í brasilísku jiu-jitsu og sigraði til að mynda sinn flokk á ADCC í fyrra en mótið er sterkasta uppgjafarglímumót heims. Fyrr á þessu ári lýsti Kron því yfir að hann ætlaði sér að fara í MMA.

Fyrsti bardaginn hans fór fram í kvöld í Japan og mætti hann Hyun Soo Kim (0-1 (1)). Kim er tiltölulega óreyndur (eitt tap og einn bardagi dæmdur ógildur) líkt og Kron en bardagann má sjá hér að neðan.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.