Bellator 157 – Dynamite 2 fór fram í gær. Bardagakvöldið var samblanda af MMA og sparkboxi og mátti sjá nokkur stór nöfn og flott tilþrif.
Quinton ‘Rampage’ Jackson mætti Satoshi Ishii í hentivigtarbardaga í aðalbardaga kvöldsins. Rampage sigraði eftir klofna dómaraákvörðun en þetta var fimmti sigur hans í röð.
Tilþrif kvöldsins átti hins vegar Hisaki Kato. Hann mætti Joe Schilling í sparkbox bardaga í gær en kapparnir mættust fyrst fyrir ári síðan í MMA. Kato kom þá öllum að óvörum og rotaði Schilling með súperman höggi.
https://www.youtube.com/watch?v=uk0QHf9o2SI
Í gær rotaði hann Schilling aftur en í þetta sinn með „spinning backfist“.
fatality. #bellatorkb2 https://t.co/0Qkc49XzbU
— Calhoun (@linkcalhoun) June 25, 2016
Fyrrum UFC þungavigtarmaðurinn Matt Mitrione háði frumraun sína í Bellator í gær. Sigur hans gekk ekki þrautalaust fyrir sig en Mitrione var sleginn niður í 1. lotu. Mitrione tókst þó að snúa taflinu sér í vil og rotaði andstæðing sinn, Carl Seumanutafa, í 1. lotu.
Awesome debut for @mattmitrione and now he gets another fight in London! #Dynamite2 pic.twitter.com/WeqLarBVRW
— Bellator MMA (@BellatorMMA) June 25, 2016
Michael Chandler endurheimti léttvigtarbeltið sitt með sigri á Patricky Freire með rothöggi. Rothöggið kom eftir rúmar tvær mínútur í 1. lotu og er Chandler því aftur léttvigtarmeistarinn. Chandler tapaði beltinu sínu til Will Brooks en Brooks lét beltið af hendi fyrr á árinu og samdi við UFC.