spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Joe Schilling aftur steinrotaður af Hisaki Kato

Myndband: Joe Schilling aftur steinrotaður af Hisaki Kato

Bellator 157 – Dynamite 2 fór fram í gær. Bardagakvöldið var samblanda af MMA og sparkboxi og mátti sjá nokkur stór nöfn og flott tilþrif.

Quinton ‘Rampage’ Jackson mætti Satoshi Ishii í hentivigtarbardaga í aðalbardaga kvöldsins. Rampage sigraði eftir klofna dómaraákvörðun en þetta var fimmti sigur hans í röð.

Tilþrif kvöldsins átti hins vegar Hisaki Kato. Hann mætti Joe Schilling í sparkbox bardaga í gær en kapparnir mættust fyrst fyrir ári síðan í MMA. Kato kom þá öllum að óvörum og rotaði Schilling með súperman höggi.

https://www.youtube.com/watch?v=uk0QHf9o2SI

Í gær rotaði hann Schilling aftur en í þetta sinn með „spinning backfist“.

Fyrrum UFC þungavigtarmaðurinn Matt Mitrione háði frumraun sína í Bellator í gær. Sigur hans gekk ekki þrautalaust fyrir sig en Mitrione var sleginn niður í 1. lotu. Mitrione tókst þó að snúa taflinu sér í vil og rotaði andstæðing sinn, Carl Seumanutafa, í 1. lotu.

Michael Chandler endurheimti léttvigtarbeltið sitt með sigri á Patricky Freire með rothöggi. Rothöggið kom eftir rúmar tvær mínútur í 1. lotu og er Chandler því aftur léttvigtarmeistarinn. Chandler tapaði beltinu sínu til Will Brooks en Brooks lét beltið af hendi fyrr á árinu og samdi við UFC.

via GIPHY

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular