0

John Kavanagh segir nánar frá meiðslum Conor fyrir UFC 189

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Í nýútkominni ævisögu sinni segir John Kavanagh nánar frá meiðslum Conor McGregor sem komu næstum því í veg fyrir bardaga hans á UFC 189 í fyrra.

John Kavanagh er yfirþjálfari SBG í Dublin þar sem m.a. þeir Conor McGregor og Gunnar Nelson æfa. Í nýútkominni bók sinni, Win or learn, fer hann yfir sögu sína og greinir einnig frá atburðum á bakvið tjöldin í UFC.

Conor McGregor sigraði Chad Mendes á UFC 189 í fyrra. Eftir bardagann greindi Conor frá því að hann hefði slitið 80% af krossbandinu sínu nokkrum vikum fyrir bardagann. Þetta var sama krossband og hann sleit í bardaganum við Max Holloway í ágúst 2013.

Meiðslin áttu sér stað 14 vikum fyrir bardagann er Conor var á kynningartúrnum fyrir UFC 189. Á túrnum æfði hann með Rory MacDonald sem barðist einnig á UFC 189. Kavanagh var heima hjá sér þegar hann fékk símtal frá Artem Lobov, æfingafélaga Conor.

„Artem sagði mér að Conor og Rory MacDonald hefðu verið að æfa saman þann dag. Ekkert of ákaft, bara smá glíma. En í glímunni lenti Rory illa á vinstra hné Conor – sama hné og hann slasaði gegn Max Holloway,“ segir Kavanagh í ævisögunni.

John Kavanagh var sannfærður um að Conor þyrfti að fara í myndatöku til að sjá hvað væri að. Conor var hins vegar ekki á sama máli. „Leyfðu mér að sjá hvað þetta er. Ég held ég þurfi ekki aðgerð,“ sagði Conor.

„Þar sem Conor var að hefja æfingabúðirnar sínar fyrir stærsta bardaga ferilsins vildi hann forðast aðgerð. Hann vissi að það myndi fresta bardaganum og hann var sannfærður um að slíkt væri ekki nauðsynlegt,“ segir Kavanagh.

Dana White, forseti UFC, stakk þess í stað upp á að Conor myndi fara í stofnfrumu aðgerð í Þýskalandi. „Conor flaug beint til Þýskalands og fékk stofnfrumu sprautu í hnéð. Innan nokkurra daga var hann kominn aftur á æfingar. Conor hélt því fram að hnéð væri í lagi. ‘Ekki fullkomið en þetta verður betra á næstu vikum. Gerum þetta, ég er tilbúinn,’ sagði Conor. Og þannig var. Við héldum áfram á fullu gasi fyrir stærsta bardaga í sögu UFC þrátt fyrir alvarleg hnémeiðsli.“

Conor McGregor

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Conor hélt því æfingaplani sínu en gat þó ekki æft standandi glímu (fellur og felluvörn) vegna hnémeiðslanna. Upphaflega átti Conor að mæta Jose Aldo en þremur vikum fyrir bardagann meiddist Aldo og kom glímumaðurinn Chad Mendes í hans stað.

Þessar aðstæður minntu Kavanagh á nokkuð sem fyrrum heimsmeistarinn í boxi, Steve Collins, sagði við einn af hans bardagamönnum: „Ég myndi frekar vilja vera 75% líkamlega tilbúinn og 100% andlega tilbúinn heldur en 100% líkamlega tilbúinn og 75% andlega tilbúinn.“

Þessi orð Collins áttu vel við. „Það var enginn vafi á því að andlegur undirbúningur Conor var fullkominn. Það var enginn vafi í hans huga um að halda áfram eða ekki. Það besta sem ég gat gert sem þjálfari hans var að styðja við bakið á honum. En ég væri að ljúga ef ég myndi ekki viðurkenna að ég hefði verið áhyggjufullur,“ segir Kavanagh í bókinni.

Bókin heitir Win or learn og er nýkomin út. Hluti kaflans hér að ofan birtist á heimasíðu The 42.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply