Tuesday, June 18, 2024
spot_img
HomeErlentMyndband: Joe Schilling steinrotaður í Bellator í gær

Myndband: Joe Schilling steinrotaður í Bellator í gær

kato joe schillingEitt af óvæntustu rothöggum ársins átti sér stað í gær á Bellator 139. Sparkboxarinn Joe Schilling var steinrotaður af Japananum Hisaki Kato.

Joe Schilling er afar fær sparkboxari og gert það gott í Glory sparkboxkeppninni á undanförnum árum. Hann snéri aftur í MMA í fyrra og var bardaginn hans í gær þriðji bardagi hans í Bellator.

Fyrir bardagann lofaði Schilling að Kato myndi fá ekta bandaríska flengingu. Það var á endanum Japaninn sem flengdi Schilling með þessu rothöggi í 2. lotu í gær. Seinna höggið var þó óþarfi.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular