Á síðustu sjö mánuðum hefur Jon Jones svo sannarlega verið milli tannanna á fólki. Hann olli bílslysi þar sem hann flúði vettvang, fékk keppnisbann í UFC, var sviptur titlinum, játaði brot sín og fékk 18 mánaða skilorðsbundinn dóm. Hann hefur ekkert tjáð sig við fjölmiðla á þessu tímabili fyrr en nú.
Jon Jones hefur lokið banni sínu í UFC og mun berjast aftur í apríl á næsta ári. Jones rífur nú loksins þögnina í þessu langa viðtali við Ariel Helwani hjá MMA Fighting. Jones talar um allt sem hefur gerst síðustu mánuði og framtíðarplönin.