Jorge Masvidal kláraði Ben Askren um helgina með fljúgandi hnésparki. Masvidal var greinilega búinn að undirbúa þetta fyrir bardagann.
Jorge Masvidal kláraði Ben Askren með fljúgandi hnésparki eftir aðeins fimm sekúndur á UFC 239 um helgina. Þetta var greinilega eitthvað sem Masvidal og hans þjálfarar voru búnir að undirbúa en Mike Brown, þjálfari Masvidal, birti gamalt myndband af þeim að æfa þetta fyrir bardagann.
Dustin Poirier, liðsfélagi Masvidal hjá American Top Team, birti síðan textaskilaboð frá Mike Brown þar sem hann sagði að planið hefði verið að byrja bardagann á fljúgandi hnésparki.
Mike brown and masvidal told me last night at dinner he was gonna Start this fight with a flying knee and showed me video on Mike's phone of him practicing
— The Diamond (@DustinPoirier) July 7, 2019
— The Diamond (@DustinPoirier) July 7, 2019
Þetta var því allt samkvæmt plani hjá Masvidal en fór sennilega betur en hann bjóst við.