Monday, June 17, 2024
spot_img
HomeErlentMyndband: Jorge Masvidal tekur fljúgandi hné á æfingu fyrir bardagann

Myndband: Jorge Masvidal tekur fljúgandi hné á æfingu fyrir bardagann

Jorge Masvidal kláraði Ben Askren um helgina með fljúgandi hnésparki. Masvidal var greinilega búinn að undirbúa þetta fyrir bardagann.

Jorge Masvidal kláraði Ben Askren með fljúgandi hnésparki eftir aðeins fimm sekúndur á UFC 239 um helgina. Þetta var greinilega eitthvað sem Masvidal og hans þjálfarar voru búnir að undirbúa en Mike Brown, þjálfari Masvidal, birti gamalt myndband af þeim að æfa þetta fyrir bardagann.

Dustin Poirier, liðsfélagi Masvidal hjá American Top Team, birti síðan textaskilaboð frá Mike Brown þar sem hann sagði að planið hefði verið að byrja bardagann á fljúgandi hnésparki.

Þetta var því allt samkvæmt plani hjá Masvidal en fór sennilega betur en hann bjóst við.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular