0

Myndband: Luke Rockhold mætti á kameldýri á opnu æfinguna í gær

UFC 221 fer fram í Perth í Ástralíu um helgina. Opna æfingin fór fram í gær og þar mætti Luke Rockhold á kameldýri.

Luke Rockhold mætir Yoel Romero í aðalbardaga kvöldsins. Barist er upp á bráðabirgðartitilinn í millivigt og ríkir mikil spenna fyrir viðureign þeirra.

Opna æfingin fór fram í gær og þar kom Rockhold á kameldýri sem þótti nokkuð sérstakt.

Kameldýrið kom þó ekkert við sögu á opnu æfingunni sjálfri en þar sýndi Rockhold smá tilþrif.

Andstæðingur hans, Yoel Romero, nennti ekkert að æfa en eftir smá teygjur og skuggabox vildi hann breyta til. Hann dró þrjá aðdáendur upp á svið og bauð upp á salsakennslu.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply