spot_img
Tuesday, November 5, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMyndband: Ómar Yamak tapaði ofurglímunni

Myndband: Ómar Yamak tapaði ofurglímunni

Ómar Yamak tapaði í ofurglímunni sinni í Hollandi í dag. Glíman fór fram á FUJI BJJ Challenge mótinu í Groningen.

Ómar mætti Svíanum Emad Omran í ofurglímu á skemmtilegu móti. Á FUJI BJJ Challenge mótinu var keppnismönnum með blá og fjólublá belti boðið að keppa en keppt var í þremur þyngdarflokkum. Emad átti að keppa en skömmu fyrir mótið var hann gráðaður í brúnt belti. Hann var því ekki lengur gjaldgengur á mótinu en skipuleggjendur mótsins settu þess í stað saman þessa ofurglímu við Ómar Yamak.

Emad byrjaði á því að leggjast á bakið (guardpull) og sópaði Ómari. Emad fékk fyrir vikið tvö stig en Ómar komst aftur ofan á. Þar var Emad eldsnöggur að læsa „triangle“ hengingu og þurfti Ómar að tappa út eftir 1:26 af glímunni.

Í stuttu viðtali eftir glímuna kvaðst Ómar vera vonsvikinn en hrósaði Emad fyrir góða frammistöðu. Glímuna má sjá hér að neðan en hún byrjar eftir 2:32:00.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular